140. löggjafarþing — 77. fundur,  27. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[14:40]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Út af því sem kom fyrst fram í máli hv. þingmanns vil ég segja að á næsta þingi verður lagt fram frumvarp til breytinga á stjórnarskipunarlögum og þá geta allir þingmenn, hvort heldur eru hæstv. fjármálaráðherra, innanríkisráðherra eða hvaða ráðherra sem er eða hvaða þingmaður sem er, borið fram þær tillögur sem þeir vilja.

Ástæðan fyrir því að framsalsspurningin er ekki þarna er að ég tel hana ekki sérstakt nýmæli. (ÞKG: Nei?) Nei. Þá koma bara þingmenn með breytingartillögur við hana. (ÓN: Það kann að vera.) Já, það kann að vera. Eins og ég sagði í upphafi væri mjög ánægjulegt ef þingmenn í stjórnarandstöðu vildu koma með okkur í þessa vinnu. Það hefur verið ómögulegt (Forseti hringir.) til þessa dags.