140. löggjafarþing — 77. fundur,  27. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[16:36]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég spurði vegna þess að orðalag spurningarinnar í þingskjalinu sem við erum að ræða er eins og hér segir:

„Vilt þú að tillaga stjórnlagaráðs verði lögð fram sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá eftir að hún hefur verið yfirfarin með tilliti til laga og alþjóðasamninga?“

Já, mundi samkvæmt orðanna hljóðan bara þýða það eitt að samþykkja að lagt yrði fram frumvarp. Mér heyrist hv. þingmaður leggja töluvert meiri merkingu í já-ið.