140. löggjafarþing — 77. fundur,  27. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[16:51]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Ég vil byrja á að þakka andsvarið. Nú veit ég að þingmaðurinn veit vel að til þess að breyta stjórnarskrá þarf að leggja fram frumvarp og samþykkja það, kjósa til Alþingis og samþykkja það svo aftur.

Ég er ekki hluti af þeim stjórnarmeirihluta sem ætlar að sitja út kjörtímabilið en þannig er það, við erum með ríkisstjórn sem hefur níu líf og ætlar sér að sitja út kjörtímabilið. Þess vegna hygg ég að málið verði ekki lagt fram fyrr en á næsta þingi. En ég er opin fyrir því að hægt sé að spyrja um fleiri álitaefni.