140. löggjafarþing — 77. fundur,  27. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[16:59]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Já, nú er ég ekki sammála þingmanninum, frú forseti, vegna þess að mér finnst það einmitt ekki vera þannig, því að hér er verið að leggja til eða spyrja fólk hvort það vilji að tillaga stjórnlagaráðs verði lögð fram sem frumvarp. Það vita allir að frumvörp geta tekið breytingum í meðferð þingsins. Það er þess vegna sem við erum að leita eftir þessari ráðgjöf um hvort fólk vilji, ef það vill á annað borð að frumvarpið verði lagt fram, að einhverjum atriðum verði breytt eða við þeim verði alls ekki snert. Þess vegna er verið að spyrja eins og hér er lagt til.