140. löggjafarþing — 77. fundur,  27. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[17:02]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég mundi vilja spyrja hv. þm. Margréti Tryggvadóttur, og ég þakka henni jafnframt fyrir ræðuna, hvort hún telji, miðað við þær ræður sem hafa verið haldnar um þetta mál hingað til í dag, að það sé grunnur fyrir einhverja sáttatillögu innan stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Eru einhverjar breytingar sem hún er þegar búin að koma auga á í þeim tillögum sem hafa verið lagðar fram sem gætu komið til móts við þau sjónarmið sem hér hafa komið fram og hver nákvæmlega eru þau að hennar mati?