140. löggjafarþing — 77. fundur,  27. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[17:03]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki náð að hlusta á alveg allar ræður því að ég þurfti að bregða mér á þingflokksformannafund áðan. En ég held að það sé ekki svo langt á milli nefndarmanna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, sem sagt fulltrúa Hreyfingarinnar, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar og svo fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þau hafa verið mjög málefnaleg í allri vinnu í nefndinni þótt þau hafi ekki viljað taka þátt í öllu en ég held því miður að það sé lengra í fulltrúa Framsóknarflokksins.