140. löggjafarþing — 77. fundur,  27. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[20:40]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (andsvar):

Frú forseti. Þetta er alveg hárrétt hjá hv. þingmanni, í Bandaríkjunum er hugað mjög að dreifbýlum svæðum og viðurkennt að þau þurfi að hafa aukið vægi þegar kemur að málsvörum á Bandaríkjaþingi. Einnig er hárrétt hjá hv. þingmanni að innan Evrópusambandsins er ákveðin atkvæðajöfnun líkt og þekkist hér á landi þó að reyndar séu uppi sömu kröfur í Þýskalandi og stærri ríkjum þar, einmitt að taka upp þessa fullkomnu atkvæðajöfnun sem mundi þá draga mjög úr vægi þjóða eins og Íslands, ef við yrðum aðilar að Evrópusambandinu, og Möltu.

Er þá ekki rétt skilið hjá mér að hv. þingmaður telji þær spurningar sem verið er að spyrja og eins þær tillögur sem liggja fyrir vera fremur í þá átt að veikja stöðu landsbyggðarinnar og hinna dreifðu byggða (Forseti hringir.) og búsetu í öllu landinu en að styrkja?