140. löggjafarþing — 77. fundur,  27. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[21:13]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil spyrja hv. þingmann, sem er lögmaður, hvernig hún metur það að dæma eftir svona skrúðmælgi, hlutum sem segja manni ekki neitt. Svo vil ég spyrja hv. þingmann um Lögréttu sem ég tel vera mjög áhugavert mál og vantar kannski í íslenska stjórnskipan, þ.e. eins konar stjórnlagadómstól og hvort ekki sé óþarfi að fara að búa til sérlögréttu með sérkostnaði, kosna af Alþingi til að fara yfir lagafrumvarp frá Alþingi. Hvort ekki sé miklu skynsamlegra að nota fullskipaðan Hæstarétt til að vera Lögrétta og hann gæti auk þess dæmt um mál sem koma upp í gegnum dómskerfið, fullskipaður geti hann þá dæmt um það hvort viðkomandi lög standist stjórnarskrá sem og mál frá Alþingi sem hægt væri að vísa þangað inn, hvort það sé ekki miklu skynsamlegra að hafa Lögréttu þannig og hvort það sé þá ekki bara mjög gott mál í þessum tillögum.