140. löggjafarþing — 77. fundur,  27. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[21:42]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég held að það hafi sýnt sig í Icesave-samningunum hversu mikilvægt það er að þjóðin geti veitt sitjandi stjórnvöldum aðhald í slíkum málum. Það vekur sérstaka furðu að í þeim tillögum sem lagðar eru fram séu engar tillögur í þá átt að setja inn þann möguleika að spyrja þjóðina hvort hún vilji halda inni því ákvæði að geta kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um þjóðréttarlegar skuldbindingar.

Maður skilur nú að þeir þingmenn sem hatramlegast börðust gegn því að þjóðin fengi að greiða atkvæði í Icesave skuli vera á þessari tillögu. Það vekur hins vegar mikla furðu að fulltrúi Hreyfingarinnar, hv. þm. Margrét Tryggvadóttir, skuli ekki lyfta litla fingri til að (Forseti hringir.) koma því ákvæði inn að þjóðin geti greitt atkvæði um þjóðréttarlegar skuldbindingar.