140. löggjafarþing — 77. fundur,  28. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[00:11]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Nú er fyrri umr. um þetta mál að ljúka hér. Ég held að umræðan hafi að mörgu leyti verið mjög góð. Ég sakna þess að hafa ekki heyrt betri rök fyrir tillögunni sjálfri, sérstaklega fyrir þeim spurningum sem er verið að spyrja hér. Við höfum, mörg hver, komið með margar vangaveltur um af hverju þessar spurningar séu hér en ekki einhverjar aðrar. Mér þykir miður að umræðunni skuli ljúka án þess að fá almennilegar skýringar á því öllu saman.

Frú forseti. Það er að mínu viti vont hvernig þetta mál hefur þróast og það er ekki til þess að skapa frið eða sátt um hvernig við breytum stjórnarskrá.