140. löggjafarþing — 77. fundur,  28. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[00:26]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar upplýsti hér áðan að spurningarnar sem hér liggja fyrir hafi verið samdar að einhverju leyti í samráði við sérfræðinga á þessu sviði. Ég vildi þá nota tækifærið í þessari umræðu til að koma þeirri ósk á framfæri að þeir sérfræðingar sem hafa komið að þessu verði kallaðir fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til að fjalla um þetta með nefndinni.