140. löggjafarþing — 77. fundur,  28. mars 2012.

fundarstjórn.

[01:49]
Horfa

Róbert Marshall (Sf):

Virðulegur forseti. Ég vil blanda mér í umræðuna um fundarstjórn forseta vegna þess að ég held að ég hafi aldrei upplifað viðlíka atburð eins og hér í kvöld þegar ég var beðinn að koma í þingið. Ég kom um eittleytið og mætti þá í dyrunum þingflokksformanni Framsóknarflokksins á leiðinni út úr húsinu. Hátt er nú orðið risið á stjórnarandstöðunni þegar hún er búin að tapa orðræðunni og tapa rökræðunni um málefnin. Það er síðasta sort að grípa til einhverra klækjabragða til að koma í veg fyrir að meiri hluti í þinginu geti haldið áfram með mál. Hátt er nú risið á þingflokki Sjálfstæðisflokksins þegar svo er komið í sögu hans að hann hefur tapað rökræðunni og grípur til klækjabragða til þess að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu í þinginu. Það er nú aldeilis stíll yfir því. Ég segi þetta hér svo öllum sé það ljóst að hér er mönnum þungt niðri fyrir vegna þess að þetta er (Forseti hringir.) alvarlegur atburður sem átti sér stað í boði Sjálfstæðisflokksins.