140. löggjafarþing — 77. fundur,  28. mars 2012.

fundarstjórn.

[02:06]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S):

Frú forseti. Ég endurtek það svo það sé alveg á hreinu að SMS-skilaboð bárust að minnsta kosti þeim sem hér stendur. (Gripið fram í.) Ég heyri að hér er vitnað í þingsköpin. Þá vil ég benda á 60. gr. um skyldu þingmanna til að sækja þingfundi. Ég verð að segja aftur að það hefði verið ágætisbragur á því ef sá hópur hv. þingmanna sem nú eru hér í salnum hefði verið með í dag í umræðunni um hið mikilsverða mál. (Gripið fram í: … hér í allan dag.) Það hefur verið áhugavert — (Gripið fram í.) sumir, en mörg andlit sem ég sé hér núna sá ég ekki í þeirri umræðu. Ég segi bara aftur að ef menn eru að velta fyrir sér skyldu þingmanna samkvæmt þingsköpum eru þær í fleiri greinum en þeim sem hafa verið nefndar, m.a. 1. mgr. 60. gr. um skyldu þingmanna til að sækja þingfundi. (ÁI: Hvaða ávirðingar eru þetta?)