140. löggjafarþing — 77. fundur,  28. mars 2012.

fundarstjórn.

[02:09]
Horfa

Magnús M. Norðdahl (Sf):

Frú forseti. Ég verð að taka undir það sem félagar mínir hafa sagt. Það kemur mér mjög á óvart að koma í þinghúsið og mæta hópi framsóknarmanna og hluta af þingflokki sjálfstæðismanna á leið úr húsi þegar þeir sömu þingmenn hafa óskað eftir atkvæðagreiðslu.

Hér sitja fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem er flokkurinn sem óskar eftir atkvæðagreiðslu um að mál hljóti einhver tiltekin örlög. Þeir hafa verið á sáttafundum með öðrum þingflokksformönnum um hvernig staðið skuli að afgreiðslu mála í þinginu og mér er nú ljóst að hugtakið heiðursmannasamkomulag hefur fengið algjörlega nýtt inntak.