140. löggjafarþing — 78. fundur,  28. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[10:59]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Við greiðum atkvæði um hvort þetta mál eigi að fá þinglega meðferð. Ég segi já við því. En ég vil minna þingheim á að meiri hluti þingheims reyndi að koma í veg fyrir að mál fengi þinglega meðferð með frávísunartillögu og ég bið menn um að tala varlega þegar þeir velta fyrir sér klækjabrögðum eins þingflokks umfram annan. Ég segi já við þessari tillögu vegna þess að ég sit hér til að taka þátt í því að mál fái málefnalega umræðu, jafnt á þingfundum sem í nefndum.

Ég stunda ekki nein klækjabrögð. Ég hef ekki og mun ekki taka þátt í því að láta umheiminn eða aðra segja mér fyrir verkum. (Gripið fram í.) Það hefur ekki verið minn stíll og mun ekki verða og mér er slétt sama, frú forseti, hvaða álit sumir þingmenn hafa á því.