140. löggjafarþing — 79. fundur,  28. mars 2012.

lengd þingfundar.

[16:03]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Frú forseti. Ég styð að sjálfsögðu tillögu forseta um að halda lengri þingfund í kvöld. Við þurfum að ljúka hér mikilvægum verkefnum og umræðu. Ég á von á því að umræðan um stjórn fiskveiða verði löng og mikil og við þurfum að nota talsvert meira en tvo tíma í hana í dag. Það hefur verið upplýst að gert verður fundarhlé klukkan sex.

Það er hins vegar athyglisvert að horfa á þann mun sem birtist hér í afstöðu hv. þingmanna og formanna þingflokka, annars vegar Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, sem leggst eindregið gegn því að við stundum vinnu okkar hér og klárum þetta í kvöld, og hins vegar hv. þm. Gunnars Braga Sveinssonar, sem er formaður þingflokks Framsóknarflokksins og styður þessa tillögu að sjálfsögðu. [Frammíköll í þingsal.]