140. löggjafarþing — 79. fundur,  28. mars 2012.

stjórn fiskveiða.

657. mál
[16:29]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég tel að hæstv. ráðherra hafi mismælt sig þegar hann talaði um að það yrði ævarandi „sameign“ íslensku þjóðarinnar því að í frumvarpinu stendur „eign“ íslensku þjóðarinnar.

Að öðru leyti er spurning mín til hæstv. ráðherra hvort ríki sé sama og þjóð. Mér heyrðist á máli hennar að ríki væri ekki það sama og þjóð, þ.e. að ríkisábyrgð væri ekki með veði í þeim eignum sem við ræðum hér, auðlindum þjóðarinnar. Ég vil bara fá þetta alveg á hreint frá þeim sem er að flytja þetta mál.

Síðan eru hér töluverðar takmarkanir á framsali, bæði eru 80% af hlutdeildinni bundin ákveðnu byggðarlagi og svo kostar 3% í hvert skipti sem framsal er veitt. Það er þekkt að frjálst framsal þýðir arðsemi atvinnugreinarinnar. Þessar takmarkanir munu minnka arðsemi atvinnugreinarinnar og þar með hag þjóðarbúsins.