140. löggjafarþing — 79. fundur,  28. mars 2012.

stjórn fiskveiða.

657. mál
[16:37]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Fyrst er spurning, sem hefur aðeins verið komið inn á, um þá staðreynd að árið 2007 voru miklar skerðingar í sjávarútveginum, aflahlutdeildir voru skertar um 30% hjá langflestum, ef ekki öllum. Það er mjög stefnumarkandi að ætla ekki að bæta þeim aðilum sem fengu á sig skerðingar þær með nokkrum hætti heldur auka skerðingar þeirra. Hver er skýringin á því? Hvers vegna er þeim áfram refsað sem unnið hafa innan þeirra lagaramma sem þá voru í gildi? Hver er ástæðan fyrir því að ráðherra ákveður að fara fram með þessum hætti, að bæta ekki þær skerðingar sem verið hafa áður en farið er að skerða að nýju?