140. löggjafarþing — 79. fundur,  29. mars 2012.

stjórn fiskveiða.

657. mál
[00:55]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég spurði hv. þingmann vegna reynslu hans af sveitarstjórnum, ég hélt að þetta hlyti að liggja alveg augljóst fyrir því að um þessa grein stendur: „Greinin þarfnast ekki skýringar.“ Það er þá eitthvað að mér að skilja þetta ekki. Nú er ég búinn að uppgötva að hv. þingmaður skilur þetta ekki heldur sem sveitarstjórnarmaður og þá kannski liggur næst við að spyrja hæstv. ráðherra: Hvað þýðir þetta eiginlega?