140. löggjafarþing — 79. fundur,  29. mars 2012.

stjórn fiskveiða.

657. mál
[01:29]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Mér er ekki kunnugt um slíka samninga við kröfuhafa, það má vel vera að þeir séu til staðar. En það er augljóst bara út af eignarréttarákvæði að íslenska ríkið getur ekki með slíkri nýrri skattlagningu skert hag þessara kröfuhafa aftur og aftur. Ég held að það séu einhvers staðar mörk á því hvað hægt er að ganga langt og alveg sérstaklega ef það veldur því að einstök fyrirtæki fara á hausinn vegna ofurskattlagningar, fyrirtæki sem hefðu lifað við óbreytt ástand en vegna þessarar stefnubreytingar, að fara að skattleggja miklu meira, þyldu það ekki.

Hv. þingmaður spurði: Hvað gerum við? Að sjálfsögðu samþykkjum við frumvarp mitt því að það leysir allan þennan vanda.