140. löggjafarþing — 79. fundur,  29. mars 2012.

stjórn fiskveiða.

657. mál
[01:43]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta svar. Þó að það hafi ekki svarað spurningu minni var það fróðlegt. Hv. þingmaður nefndi fullt af hlutum sem ekki hefur verið svarað.

Bara svo menn átti sig á því hvaða heimildir hér er um að ræða er gert ráð fyrir því að ráðherra sé með sérstakan sjóð og það engan smásjóð. Hæstv. ráðherra getur kallað til sín aflaheimildir og búið sér til einhverjar reglur um það hvernig hann úthlutar þeim aftur til svæða. Það á eftir að skilgreina hvernig svæðin eru og það á að fá Hagstofu Íslands til að skilgreina ákveðin byggðasvæði á einum stað. Á öðrum stað á ráðherra að skilgreina þetta sjálfur. Þetta snýr að krókaaflamarkinu, þetta snýst um flutning aflamarks, viðskipti með aflamark og veiðar utan lögsögu. Þetta er nokkurn veginn allt sem snýr að sjávarútveginum og hér fær (Forseti hringir.) hæstv. ráðherra alræðisvald.