140. löggjafarþing — 79. fundur,  29. mars 2012.

stjórn fiskveiða.

657. mál
[02:13]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með síðasta ræðumanni. Það er eiginlega bara undarlegt og rannsóknarefni af hverju hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra er ekki hér til að fylgja eftir máli sínu. (Gripið fram í: Hann óttast …) Er þetta ekki barnið hans, þetta frumvarp? Það er líka svo margt í þessu máli sem bara hæstv. ráðherra getur svarað. Við spurðum til dæmis af hverju í ósköpunum það hefði ekki verið kannað hver áhrifin væru á bankana. Það vill svo heppilega til að hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra er hæstv. bankamálaráðherra. Það vill svo til að hann er líka sá fyrrverandi fjármálaráðherra sem gerði samningana um gömlu og nýju bankana þannig að við erum með allt saman í einum hæstv. ráðherra.

Þetta er svo stuttur ræðutími að ég get ekki farið yfir öll þau embætti sem hann gegnir núna, virðulegi forseti, en flest af þeim (Forseti hringir.) mundu nýtast í þessari umræðu. Það er alveg stórundarlegt að hann skuli ekki vera hér núna.