140. löggjafarþing — 79. fundur,  29. mars 2012.

stjórn fiskveiða.

657. mál
[02:49]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Full ástæða er til að taka undir þá beiðni sem kom fram hjá hv. þm. Jóni Gunnarssyni um að hæstv. forsætisráðherra láti sig þetta mál eitthvað varða og taki þátt í þessari umræðu. Jafnvel ekkert síður en hæstv. sjávarútvegs-, landbúnaðar- og sitthvað fleira ráðherra, vegna þess að hæstv. forsætisráðherra hefur í rauninni gert þetta að sínu aðalmáli ásamt stjórnarskrármálinu sem var rætt hér í gær. Maður hefur grun um að skýringarnar á hinni miklu stefnubreytingu hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í þessu máli — hér hafa verið lesin upp orð hans úr fyrri ræðum sem stangast algjörlega á við það sem nú er boðað — maður hefur grun um að sú stefnubreyting hafi ýmislegt með áherslur hæstv. forsætisráðherra í þessu máli að gera. Þar af leiðandi væri mjög gagnlegt (Forseti hringir.) ef hæstv. forsætisráðherra …

(Forseti (RR): Um fundarstjórn forseta, hv. þingmaður.)

… kæmi hingað og gerði grein fyrir aðkomu sinni að þessu máli og afstöðu ríkisstjórnarinnar í því.