140. löggjafarþing — 79. fundur,  29. mars 2012.

stjórn fiskveiða.

657. mál
[02:51]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir þær beiðnir sem hér hafa komið fram um að beina því til hæstv. forseta að þessari umræðu verði frestað ellegar að hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og/eða hæstv. forsætisráðherra séu viðstödd umræðuna til að ræða þau mál sem hér hafa komið upp og svara þeim spurningum sem hér hafa komið upp, m.a. hjá hv. þingmanni og hæstv. fyrrverandi sjávarútvegsráðherra sem fjallaði um aðdraganda þessa máls og þær kúvendingar sem hafa orðið til dæmis varðandi veiðileyfagjald og fleira. Það er mjög mikilvægt fyrir þessa umræðu að annaðhvort hæstv. forsætisráðherra eða hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra séu viðstödd umræðuna. Ég vil bara taka undir það sem hér hefur komið fram að forseti beiti sér fyrir því að þessir ráðherrar komi hingað eða að umræðu verði frestað og önnur mál tekin á dagskrá.