140. löggjafarþing — 79. fundur,  29. mars 2012.

stjórn fiskveiða.

657. mál
[02:58]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. forseta fyrir að vera búin að beina því til hæstv. forsætisráðherra að koma og vera viðstödd umræðuna því að það hafa komið fram hér í umræðunni ýmsar spurningar og ýmsar vangaveltur sem hæstv. forsætisráðherra ætti að geta svarað og því væri mjög mikilvægt að hæstv. forsætisráðherra tæki þátt í þessari umræðu.

Mig langar að spyrja frú forseta, í ljósi þess að búið er að hafa samband við hæstv. forsætisráðherra, hvort ekki sé eðlilegt að gera hlé á þingfundi þar til hæstv. forsætisráðherra er komin hingað í salinn til að taka þátt í umræðunni. Það er ljóst að hæstv. forsætisráðherra er ekki í húsi og það getur tekið einhvern tíma. Ég hygg að þeir þingmenn sem eru á mælendaskrá, m.a. sá sem hér stendur, vilji að hæstv. forsætisráðherra sé viðstödd umræðuna þannig að hægt sé að beina spurningum til hæstv. forsætisráðherra um þau atriði sem komið hafa fram í umræðunni og hæstv. forsætisráðherra gæti svarað. Er mögulegt að fresta umræðunni eða gera hlé á þingfundi þar til hæstv. forsætisráðherra er komin í hús?