140. löggjafarþing — 80. fundur,  29. mars 2012.

orð þingmanns um vinnubrögð ríkisstjórnarinnar.

[10:39]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Hæstv. forseti. Þegar núverandi hæstv. sjávarútvegsráðherra tók við því embætti, um áramótin, einbeitti hann sér auðvitað að þessu fiskveiðistjórnarmáli. Ég held að hann hafi unnið kraftaverk á þessum tíma sem hann hafði til að klára þetta mál sem hann þurfti að skoða næstum algerlega frá upphafi. Ég hef engu við þetta að bæta.

Það að hann hafi tekið sér lengri tíma stenst ekki. Það eru ekki nema tveir og hálfur mánuður frá áramótum og ég tel það styttri tíma en hv. þm. Jón Bjarnason hafði. Var hann ekki að dunda við þetta mál í tvö ár með þeirri niðurstöðu sem við sáum á síðasta þingi? (GLG: … forsætisráðherra.) [Kliður í þingsal.]

(Forseti (ÁRJ): Forseti biður um hljóð í þingsal.)