140. löggjafarþing — 80. fundur,  29. mars 2012.

lengd þingfundar.

[11:15]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Í ljósi þess að það sé stefna forseta Alþingis að þetta sé barnvænn vinnustaður greiði ég ekki atkvæði með þessari tillögu heldur segi nei. Nú er í uppsiglingu þriðji dagurinn þar sem þingmenn þurfa að tala inn í kvöldið og nóttina. Hér var þingfundi slitið klukkan hálffjögur í nótt þannig að það er greinilegt að ekki er farið eftir þeim hvíldartíma sem starfsmenn á almenna vinnumarkaðnum hafa. Það er fáheyrt að ríkisstjórnin skuli ræða þessi mál, fiskveiðistjórnarfrumvarpið og stjórnarskrána, í skjóli nætur. Hversu miklu lægra kemst ein verklaus ríkisstjórn, að þurfa að koma málunum sínum í gegn á nóttunni?

Ég segi nei. [Kliður í þingsal.]