140. löggjafarþing — 80. fundur,  29. mars 2012.

lengd þingfundar.

[11:17]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Það er rétt hjá hv. þingmanni sem talaði á undan mér, þetta er þriðja kvöldið í röð sem hæstv. ríkisstjórn ætlar sér að keyra okkur inn í nóttina í umræður. Þetta eru ekki vinnubrögð til eftirbreytni og þetta er ekki boðlegt sjálfri stjórnarskrá Íslands. Ég ætla að greiða atkvæði gegn þessari tillögu vegna þess að þetta eru óvönduð vinnubrögð. Þau stafa af skipulagsleysi og ósamkomulagi eins og við sáum hér áðan. Hver höndin er upp á móti annarri og ég segi fyrir mig að ég tel þetta fullkomlega óboðlegt og tek ekki þátt í því.