140. löggjafarþing — 80. fundur,  29. mars 2012.

stuðningur við ríkisstjórnina o.fl.

[11:26]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Ég ætla hvorki að syndga á tímamörkum né tala um dagskrármál dagsins í dag og læt þess vegna ósvarað ræðu hv. þm. Magnúsar Orra Schrams áðan.

Einhvern veginn hafði það alveg farið fram hjá hv. þm. Magnúsi Orra Schram að fyrr í morgun urðu hér nokkur tíðindi, sem eru ekki daglegt brauð á þingi, þau að það kom til harðra orðaskipta og ásakana í báðar áttir frá hæstv. forsætisráðherra og hv. þm. Jóni Bjarnasyni sem er þingmaður annars ríkisstjórnarflokksins. (REÁ: Síðast þegar við vissum.) Það er ekki venjulegt að svona gerist og það gefur auðvitað tilefni til þess að spurt sé um stöðu ríkisstjórnarinnar og ég vil beina þeirri spurningu til hæstv. forseta þingsins hvort ekki verði gefinn tími í störfum þessa þings (Forseti hringir.) í dag eða kannski á morgun til að ræða stöðu ríkisstjórnarinnar sem kann að hafa breyst allverulega hér í morgun.