140. löggjafarþing — 80. fundur,  29. mars 2012.

stuðningur við ríkisstjórnina o.fl.

[11:28]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Það er fróðlegt að heyra hér bollaleggingar um stöðu ríkisstjórnarinnar en sem betur fer hafa þingmenn, hver og einn og sérstaklega þingflokkarnir, tæki til þess að skera úr um hugleiðingar af því tagi. Fyrir ári leitaði mjög á hug manna, t.d. hv. þm. Bjarna Benediktssonar, einmitt þessi sama spurning og þá voru menn kvaddir heim úr alls konar ferðum til að greiða sérstaklega atkvæði um álitamál af því tagi.

Um hv. þm. Jón Bjarnason er það að segja að ég hlustaði líka á ræðu hans þó að ég væri ekki hér í salnum og heyrði það, (Forseti hringir.) mér til ánægju, að hv. þingmaður lýsti sérstaklega yfir stuðningi við þá ríkisstjórn sem nú situr þannig að það liggur fyrir. (Gripið fram í: … orð Sjálfstæðisflokksins.)