140. löggjafarþing — 80. fundur,  29. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[11:44]
Horfa

Ólöf Nordal (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er sem sagt ekki verið að blanda kosningu um stjórnarskrá saman við forsetakosningar að ákveða að kjósa um breytingar á stjórnarskrá á sama tíma og kosinn er nýr forseti Íslands. Heldur þingmaðurinn virkilega að frambjóðendur til forseta verði ekki spurðir að því hvað þeim finnist um þá þjóðaratkvæðagreiðslu sem hér er verið að boða? Og hvernig er það, virðulegi þingmaður, gildir ekki enn þá stjórnarskrá lýðveldisins og stendur ekki skýrt í henni að sá forseti sem situr í hvert það skipti, eins og núverandi forseti hefur túlkað það, getur synjað lögum staðfestingar og hefur gert það nú í þrígang? Heldur hv. þingmaður að forseti Íslands kunni ekki að hafa skoðun á því frumvarpi sem hugsanlega kemur út úr þessari fáránlegu vinnu meiri hluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar?