140. löggjafarþing — 80. fundur,  29. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[11:45]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég endurtek það bara að ég ætla ekki að ræða forsetakosningar í þessum sal. Mér finnst það reyndar frekar undarlegt, ef ég má nota það orð, að taka það upp núna í þessari umræðu að blanda einstökum frambjóðendum inn í hana í ræðustól Alþingis. Það kemur í ljós í kosningabaráttunni og ég treysti fólki alveg hreint til þess að geta haft skoðun í þjóðaratkvæðagreiðslu þó að þeir hafi líka skoðun á því hverjir verða forsetar. Það er nú ljóst að ekki eru allir komnir fram í því og það gæti kannski eitthvað komið okkur á óvart í því hverjir bjóða sig fram til þessa embættis. (Gripið fram í.)