140. löggjafarþing — 80. fundur,  29. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[11:50]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Í þessu eins og mörgu öðru erum við ekki sammála, við hv. þm. Vigdís Hauksdóttir. Ég tel engan vafa á því að þessar tillögur verði samþykktar og ég tel að það komi okkur vel hér þegar við höldum áfram með þessa vinnu næsta vetur sem hún veit svo gjörla hvernig er háttað. (Gripið fram í.)