140. löggjafarþing — 80. fundur,  29. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[12:47]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta stjórnsk.- og eftirln. (Birgir Ármannsson) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Til að reyna að svara beint því sem hv. þingmaður beinir til mín þá ætla ég að geta þess fyrst að ég er þannig gerður að mér finnst peningalegu rökin skipta talsverðu máli í þessu sambandi. Varðandi síðari liðinn, þ.e. spurninguna um hvort kjörsókn aukist við það að halda þetta samhliða forsetakosningum, þá nefndi ég það í framsögu minni að það kynni að vera rétt ef við reiknum með því að þorri þjóðarinnar hafi ekkert voðalega mikinn áhuga á að kjósa um stjórnarskrá.