140. löggjafarþing — 80. fundur,  29. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[16:27]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta stjórnsk.- og eftirln. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Úr því að þingmaðurinn fann ekki þá spurningu sem ég var með áðan ætla ég að spyrja á ný:

Úr því að stjórnarskipunarkosning er ekki eðlislík kosningu um ESB-umsókn, eru þá ekki forsetakosningar eðlisólíkar stjórnarskipunarkosningum?

Þetta er fullkomin rökleysa og ég spyr því þingmanninn beint á ný spurningarinnar sem ég spurði áðan:

Síðan hvenær er Samfylkingin orðin hrædd við kjósendur? Síðan hvenær treystir Samfylkingin ekki þjóðinni til að komast að niðurstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu? Er Samfylkingin að víkja af þeirri leið að auka áherslur á þjóðaratkvæðagreiðslur um hin ólíklegustu málefni? Ég minni á að í Sviss eru til dæmis þjóðaratkvæðagreiðslur mjög algengar um alls óskyld mál.