140. löggjafarþing — 80. fundur,  29. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[20:37]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég tek undir óskir manna um að forseti láti vita hversu lengi þessi fundur eigi að standa. Ég er á mælendaskrá og hef ekki enn komist að til að ræða þetta mál við síðari umr. Það væri voða fínt ef forseti gæti tímasett það en annars er ég frekar róleg yfir þessu máli.