140. löggjafarþing — 80. fundur,  29. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[21:01]
Horfa

Lúðvík Geirsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, hv. þm. Birgir Ármannsson, ég kann á klukku. Ég hef samt meiri áhyggjur af því að fulltrúar og þingmenn Sjálfstæðisflokksins kunni ekki á klukku vegna þess að þið gerið ykkur ekki fyllilega grein fyrir því hvað tímanum líður og hvað er í húfi. Þess vegna vil ég koma hér upp aftur og vekja athygli á því að við höfum takmarkaðan tíma til stefnu. Núna eru rétt þrjár klukkustundir í miðnætti.

Ef hugur fylgir máli og menn meina eitthvað með þeim ágætu tillögum sem þingflokkur Sjálfstæðisflokksins stendur að og þeir vilja fá þær til þinglegrar meðferðar og afgreiðslu er eins gott að þeir drífi umræðuna af og einhendi sér í þá atkvæðagreiðslu.