140. löggjafarþing — 81. fundur,  30. mars 2012.

ætlað samþykki við líffæragjafir.

476. mál
[15:38]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég tek af heilum hug undir það mál sem hv. þingmaður flutti hér. Hv. þm. Siv Friðleifsdóttir hefur sýnt lofsvert frumkvæði að því að flytja hér margvísleg mál sem tengjast lýðheilsu. Þetta er eitt þeirra. Mér fannst þetta mjög áhrifamikil ræða og get alveg sagt eftir að hafa hlustað á ræðu hennar að líkast til hefur hún hárrétt fyrir sér þegar hún segir að hér sé um líf að tefla. Ég tel að þetta sé mál sem kannski er rétt að þingið taki höndum saman um að koma hið skjótasta til nefndar og koma því til umsagnar og að það sé nauðsynlegt að samþykkja þetta mál í vor. Svo sannarlega mun ég styðja það.

Ég kem ekki upp til að varpa neinni spurningu til hv. þingmanns, heldur einungis til að þakka henni fyrir það frumkvæði sem hún hefur sýnt í þessu máli og þessum málaflokki.