140. löggjafarþing — 81. fundur,  30. mars 2012.

ætlað samþykki við líffæragjafir.

476. mál
[15:39]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég tek undir það sem hæstv. utanríkisráðherra sagði áðan. Ég vil sérstaklega þakka hv. þm. Siv Friðleifsdóttur ásamt þeim samtökum sem hún vitnaði til, Annars lífs og SÍBS, sem hafa unnið ötullega því að kynna þá lífgjöf sem fólgin er í líffæragjöf.

Ég er einn af flutningsmönnum þessarar þingsályktunartillögu en ég er einnig formaður hv. velferðarnefndar og erindi mitt í ræðustól er aðeins að segja að við í hv. velferðarnefnd munum taka þetta mál og reyna að verða við þeim óskum sem hér hafa verið bornar fram um að það megi koma til endanlegrar samþykktar og afgreiðslu fyrir lok vorþings.