140. löggjafarþing — 82. fundur,  16. apr. 2012.

tilkynning um skrifleg svör.

[13:01]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Borist hafa sjö bréf um frestun á því að skrifleg svör berist við fyrirspurnum.

Frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti, skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 914, um eignarhald á bifreiðum og tækjum, frá Eygló Harðardóttur. Upplýst er að tafir verða enn á svari þar sem verið er að afla upplýsinga en það berist engu að síður eins fljótt og auðið er.

Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 928, um stöðu einstaklinga með lánsveð, frá Eygló Harðardóttur. Upplýst er að tafir verða enn á svari þar sem verið er að afla upplýsinga en það berist jafnskjótt og það er tilbúið.

Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 842, um íbúðir í eigu banka og lífeyrissjóða, frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni. Upplýst er að tafir verða enn á svari þar sem verið er að afla upplýsinga. Gert er ráð fyrir að svar berist upp úr miðjum apríl.

Frá fjármálaráðuneyti, skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 985, um virðisaukaskatt, frá Vigdísi Hauksdóttur. Tefst svar vegna umfangs fyrirspurnarinnar og óskar ráðuneytið eftir auknum fresti til að svara henni.

Frá innanríkisráðuneyti, skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 753, um verklagsreglur við vörslusviptingar, frá Eygló Harðardóttur. Upplýst er að tafir verða enn á svari þar sem verið er að afla upplýsinga. Gert er ráð fyrir að svar berist upp úr miðjum apríl.

Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 925, um gæsluvarðhald útlendinga, frá Birgittu Jónsdóttur. Upplýst er að tafir verða á svari þar sem enn er verið að afla upplýsinga. Gert er ráð fyrir að svar berist í lok apríl.

Frá velferðarráðuneyti, skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 989, um áhrif breytinga á lögum um almannatryggingar, frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni. Tafir verða þar á þar sem verið er að afla nauðsynlegra gagna og því er þess farið á leit við forseta Alþingis að veittur verði frestur til 23. apríl nk. til að svara fyrirspurninni.