140. löggjafarþing — 83. fundur,  16. apr. 2012.

mannréttindamál í Kína.

[15:20]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf):

Eins og ég sagði í fyrra svari mínu hafa íslensk stjórnvöld komið sjónarmiðum sínum gagnvart mannréttindum í Kína á framfæri með ýmsum hætti og sjálfur tel ég að þegar litið er yfir allt dæmið séu mannréttindin að aukast þar hægt og bítandi. Ég tel að Kínverjar séu þó á réttri leið.

Ég sagði áðan um þessa tillögu að ég þarf að sjá hana áður en ég get gefið um það sérstaka yfirlýsingu hvort ég styðji hana eða ekki.

Á sínum tíma kom hér fram tillaga sem varðaði mannréttindi í Kína. Ég var líka spurður um stuðning við hana og ég vildi ekki gefa hann fyrir fram en hv. þingmaður getur séð hvernig atkvæðagreiðslur fóru um það tiltekna mál. Á sínum tíma fór einn af ráðherrum til Kína og áður en hann fór átti hann fund með Amnesty International þar sem rædd voru sérstaklega málefni Tíbets. Ég man ekki betur en að sá tiltekni ráðherra hafi átt 40 mínútna fund með kollega sínum í Kína þar sem þessi mál voru rædd. (BirgJ: Má Björgvin G. Sigurðsson eiga heiður fyrir það?)