140. löggjafarþing — 84. fundur,  17. apr. 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[22:47]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þingmanni fyrir ágæta ræðu. Mig langaði til að spyrja hann um væntanlegt auðlindaráðuneyti.

Hv. þingmaður hefur verið í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði þannig að hann ætti að vita hvað grænt þýðir. Mig langar til að spyrja hv. þingmann: Hvað telur hann að heyri undir auðlindaráðuneytið? Hafrannsóknastofnun hefur verið nefnd, Skógrækt ríkisins, Fjarskiptastofnun vegna tíðnisviða, tún bænda? Hvar mundu menn stoppa? Heyra Landsvirkjun og Orkustofnun undir auðlindaráðuneytið o.s.frv.? Telur hv. þingmaður að einhverjum sem orðinn er auðlindaráðherra gæti dottið í hug að tún bænda heyrðu undir ráðuneyti hans og sú auðlind sem grasið er sem vex þar?