140. löggjafarþing — 84. fundur,  17. apr. 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[22:50]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það alveg ljóst að á næstu árum og áratugum munum við Íslendingar eiga gríðarleg sóknarfæri í landbúnaði og matvælaframleiðslu. Sú staðreynd er ljós að þróunin í heiminum er að verða sú að framleiðslusvæðin munu færast norðar og þá mun Ísland geta aukið landbúnaðarframleiðslu sína.

Það liggur alveg ljóst fyrir að núverandi ríkisstjórn hefur það ekki á stefnuskrá sinni að nýta það sóknarfæri miðað við þau mál sem hún hefur lagt fram og hvernig hún hefur talað. Þessi þingsályktunartillaga er gríðarlega opin og ég hef miklar áhyggjur af því að fari hún í gegn án þess að grundvallarspurningum sé svarað, án þess að þetta sé skilgreint betur, sé þar með unnið gegn því að nýta þessi sóknarfæri og byrja að skipuleggja nýtingu þeirra. Þá væri verið að vinna þvert gegn því sem er á stefnuskrá (Forseti hringir.) ríkisstjórnarinnar, sem er að efla og auka fæðuöryggi og sækja fram í nýtingu landsins í þeim efnum.