140. löggjafarþing — 86. fundur,  20. apr. 2012.

aðildarviðræður við ESB og makríldeilan.

[10:35]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Fram kom í fjölmiðlum í dag og í gærkvöldi að þingmenn úr sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins hafi farið formlega á fund með Stefan Füle, stækkunarstjóra Evrópusambandsins, þar sem þeir óskuðu eftir þessum viðræðuslitum, þannig að það sé sagt hér. Þá er ekki með nokkrum hætti hægt að líta fram hjá því að þessi tvö mál tengjast. Þau tengjast greinilega þarna megin og ég er þeirrar skoðunar að þau tengist líka okkar megin.

Hæstv. ráðherra sagði að við þyrftum að vera vakandi fyrir hagsmunum Íslendinga. Óttast hæstv. ráðherra ekki að þetta geti skarast, að hagsmunir okkar í aðildarviðræðunum gæti verið álitnir meiri en hagsmunir okkar í makríldeilunni og þannig yrði gefið eftir í þeim mikilvæga málaflokki?