140. löggjafarþing — 87. fundur,  24. apr. 2012.

mannréttindabrot í Kína.

[13:56]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég get bara ekki sagt annað en að ég vona að hv. þingmaður hafi skilning á því að ég get ekki farið ítarlega í einstök atriði sem rædd eru á lokuðum fundi forsætisráðherra tveggja landa. Það er ekki vaninn að gera það. Ég tel mig hafa gert það eins ítarlega og mér er mögulegt. Ég fór yfir þessa stærstu þætti sem ég hef nefnt, m.a. að þessi mál væru rædd á þingi. Það kom alveg skýrt í ljós að hér væri verið að ræða ekki bara mannréttindamál almennt heldur mannréttindabrot í Kína þessa dagana þannig að það var eins ítarlega farið yfir það og hægt var. Hv. þingmaður verður að virða mér það til betri vegar að ég get ekki farið nákvæmar ofan í það en ég segi hér.