140. löggjafarþing — 87. fundur,  24. apr. 2012.

fyrirætlaðar viðskiptaþvinganir ESB.

[14:02]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegur forseti. Ég ætla að spyrja hæstv. utanríkisráðherra tveggja spurninga þannig að það sé algjörlega ljóst að ég skilji þetta rétt.

Telur ráðherrann að tillagan eins og hún kemur frá framkvæmdastjórninni án breytingartillagna sem fram hafa komið í sjávarútvegsnefndinni ásættanlega fyrir Ísland? Það er fyrri spurningin.

Síðari spurningin er þessi: Telur hæstv. utanríkisráðherra algjörlega fullvíst að bókun 9 innan samningsins um Evrópska efnahagssvæðið dugi til að tryggja hagsmuni Íslands í þessari deilu?

Ég óska eftir því að hæstv. ráðherra svari þessum skýru spurningum á skýran hátt.