140. löggjafarþing — 87. fundur,  24. apr. 2012.

heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði.

718. mál
[21:30]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Við heyrum að hv. þm. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir telur að málið eigi samtímis að fara til fjárlaganefndar og umhverfis- og samgöngunefndar og ég treysti því að þingið verði við því.

Ég vil segja hér sem landsbyggðarmaður um vegagerð að ég fagna áherslum formanns umhverfis- og samgöngunefndar í þessu hvað varðar vegagerð úti á landi. Það hlýtur að vera mjög sérstakt að horfa á svona stórframkvæmd fara að einhverju leyti fram hjá samgönguáætlun hversu brýnt og gott verkefnið er í sjálfu sér.

Ég verð þó að segja sem Strandamaður að ég mundi fyrr horfa til vegar eins og heilsársvegar norður í Árneshrepp þar sem enginn almennilegur vegur er fyrir. (Forseti hringir.)

Frú forseti. Ég legg áherslu á (Forseti hringir.) að málið fái þá hefðbundnu meðferð að fara aftur til (Forseti hringir.) umhverfis- og samgöngunefndar.