140. löggjafarþing — 88. fundur,  25. apr. 2012.

matvæli.

138. mál
[16:08]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):

Virðulegi forseti. Það er ánægjulegt og jafnframt eftirtektarvert að það eru aðeins karlmenn sem tjá sig um þetta efni þingsins hér í dag. Það vekur sérstaka athygli. Ég vil lofa hv. atvinnuveganefnd fyrir að fjalla um þetta mál með þeim hætti sem lyktirnar sýna. Hér stefndi í óefni. Það er ánægjulegt að menn hafi komist að þessari gleðilegu niðurstöðu, hitt hefði verið einhver sögulegasta og mesta vantraustsyfirlýsing við íslenskar húsmæður í sögu Íslands.