140. löggjafarþing — 88. fundur,  25. apr. 2012.

framkvæmdarvald og stjórnsýsla í héraði.

738. mál
[18:27]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er rétt að gert er ráð fyrir samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga sem er ágætt svo langt sem það nær. En það slær mig svo að þarna sé um að ræða ákvarðanir, að minnsta kosti hvað varðar umdæmamörkin, sem ekki væri óeðlilegt að þingið kæmi að. Ég vildi spyrja hæstv. ráðherra um afstöðu hans til þess. Það er eitt að hafa samráð við jafnágætan aðila og Samband íslenskra sveitarfélaga er, það er ágætt, en þingið hefur auðvitað mikilvægu hlutverki að gegna í sambandi við þann lagalega ramma sem stjórnsýslan á að starfa eftir. Það slær mig þannig, nú játa ég að þetta er auðvitað 1. umr. um málið og við eigum eftir að fara betur yfir það í nefnd, að umdæmaskipting sé þannig ákvörðun að eðlilegra væri að hún lægi hjá þingi frekar en hjá ráðherra.