140. löggjafarþing — 89. fundur,  26. apr. 2012.

umræða um stöðu ESB-viðræðna.

[11:14]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Við erum nýbúin að hlusta á hástemmdar ræður hv. þingmanna stjórnarliðsins en ég man ekki nákvæmlega hvaða hugtök þau notuðu núna, væntanlega „virðing fyrir þinginu“, „umbætur í stjórnsýslunni“, „formlegri og faglegri vinnubrögð“. Síðan er það upplýst að hv. þm. Jón Bjarnason fór fram á það við hæstv. forsætisráðherra 21. febrúar af gildri ástæðu að ræða stöðuna í aðildarviðræðunum. Virðulegur forseti reynir hvað hann getur til að koma því á (Gripið fram í.) en það hvarflar ekki að hæstv. ráðherra. Hann stendur ekkert í því að virða þetta þing. Þetta segir allt um málflutninginn og þótt hv. þm. Magnús Orri Schram fari með einhverjum himinskautum og jafnvel einhverjir fleiri í einhverjum ræðum eru þær fullkomlega innihaldslausar vegna þess að framkvæmdin er nákvæmlega svona.